Forritun
Forritunin er mikilvægur hluti af stýribúnaði þjarkans. Hlutverk okkar er að forrita þjarkann þannig að hann taki á móti skilaboðunum frá ílagstækjum, greini þau og bregðist við með því að senda boð til frálagstækja. Hegðun þjarkans byggist því mikið á forrituninni, sem birtist í því hvernig skrokkur og stýrisbúnaður bregðast við áreiti og framkvæma svo verkefnið sitt.
Hugbúnaðurinn LEGO® Education WeDo™ Software gerir kleift að forrita hegðun legóþjarka í gegnum myndrænt smella-draga-sleppa notendaviðmót. Strax er hægt að prófa og sjá, breyta og bæta. Þannig er hægt að fá upplifun í beinni framkvæmd, hlutgera forritunina og gera hana aðgengilegri fyrir nemendur.