Myndasögudjáknar

djakninnKrakkarnir í 5. bekk hafa í vetur lesið þjóðsögur sem tengjast námsefni í landafræði. Ákveðið var að vinna áfram með eina þessara þjóðsagna og varð sagan Djákninn á Myrká fyrir valinu. Sagan var rædd á bókasafni og henni skipt niður í frásagnarliði. Því næst teiknuðu börnin atriði úr sögunni á söguborð (storyboard) og bjuggu til samtöl.

Af bókasafninu lá leiðin í tæknimennt. Þar var hönnuð sviðsmynd úr Legokubbum, efnisbútum og öðru tilfallandi efni. Þegar sviðsmyndin var klár tóku krakkarnir ljósmyndir sem var unnið með í litlu myndvinnsluforriti. Að lokum settu þau svo saman teiknimyndasögu í Comic life myndasöguforritinu.

Krakkarnir unnu saman í hópum og gerði hver bekkur tvær útfærslur af þjóðsögunni

7. bekkir í tækni-LEGO

Líkt og undanfarin haust hafa 7.bekkingar unnið verkefni um orku, orkunýtingu og orkugjafa. Þeir nota tækni-LEGÓ og byggja orkuver sem breytir vindorku, sólarorku eða vatnsorku í raforku. Í þessu ferli fara nemendur nákvæmlega eftir vinnuteikningum og átta sig á hvernig hægt er að breyta orku úr einni mynd í aðra. Þegar orkuverin hafa staðist prófun hanna nemendur tæki að eigin vali sem nýtir raforkuna til að kveikja ljós eða koma einhverju á hreyfingu. Tækin eru prófuð inni eða úti eftir því sem við á. Samhliða þessu vinna nemendur með ýmis hugtök s.s. endurnýjanlegir orkugjafar og sjálfbær þróun og velta fyrir sér möguleikum á orkusparnaði. Sérstaklega íhuga þeir hvernig umgengnisvenjur okkar hafa áhrif á útgjöld heimilanna og umhverfi okkar (Græn skref).

Í lokin kynna nemendur verkefni sín fyrir bekkjarfélögum og ræða kosti og galla mismunandi orkugjafa m.a. með tilliti til umhverfisáhrifa s.s. lífríkis og loftslags. Verkefnið samþættir nám í náttúrugreinum og samfélagsfræði.

Rube Goldberg

Þegar verið er að undirbúa nám og kennslu með hjálp legóþjarka getur verið skemmtileg nálgun að hita upp með auðveldu verkefni sem á að flækja í anda Rube Goldberg. Hann var var verkfræðingur að mennt en varð frægur fyrir teiknimyndapersónur sínar og þá einna helst um prófessorinn úrræðagóða sem gerði oftar en ekki ofurflókna vél sem leysti af hendi afar einfalt verkefni. Goldberg-vélar eru tilvaldar í skapandi þrautalausnarverkefni þar sem skemmtanagildið er í fyrirrúmi bæði fyrir þá sem eru að vinna verkefnið og þá sem fá að sjá útkomuna.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Rube Goldberg á Wiki og hér á sfjalar.net

Reiknað með Lego

legoclassHægt er að nota legókubba í stærðfræðikennslu á ýmsan hátt. Gaman væri að This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.frá ykkur hugmyndir sem hægt væri að setja hér inn fyrir aðra að sjá.

http://ldecola.net/projects/legos/#circles

http://www.scholastic.com/teachers/top-teaching/2013/12/using-lego-build-math-concepts