Myndasögudjáknar
Krakkarnir í 5. bekk hafa í vetur lesið þjóðsögur sem tengjast námsefni í landafræði. Ákveðið var að vinna áfram með eina þessara þjóðsagna og varð sagan Djákninn á Myrká fyrir valinu. Sagan var rædd á bókasafni og henni skipt niður í frásagnarliði. Því næst teiknuðu börnin atriði úr sögunni á söguborð (storyboard) og bjuggu til samtöl.
Af bókasafninu lá leiðin í tæknimennt. Þar var hönnuð sviðsmynd úr Legokubbum, efnisbútum og öðru tilfallandi efni. Þegar sviðsmyndin var klár tóku krakkarnir ljósmyndir sem var unnið með í litlu myndvinnsluforriti. Að lokum settu þau svo saman teiknimyndasögu í Comic life myndasöguforritinu.
Krakkarnir unnu saman í hópum og gerði hver bekkur tvær útfærslur af þjóðsögunni