Rube Goldberg

Þegar verið er að undirbúa nám og kennslu með hjálp legóþjarka getur verið skemmtileg nálgun að hita upp með auðveldu verkefni sem á að flækja í anda Rube Goldberg. Hann var var verkfræðingur að mennt en varð frægur fyrir teiknimyndapersónur sínar og þá einna helst um prófessorinn úrræðagóða sem gerði oftar en ekki ofurflókna vél sem leysti af hendi afar einfalt verkefni. Goldberg-vélar eru tilvaldar í skapandi þrautalausnarverkefni þar sem skemmtanagildið er í fyrirrúmi bæði fyrir þá sem eru að vinna verkefnið og þá sem fá að sjá útkomuna.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Rube Goldberg á Wiki og hér á sfjalar.net