Inngangur

2trissa kassiMeginmarkmið vefsins er að efla áhuga nemenda á náttúruvísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði og stuðla að jákvæðu viðhorfi til námsins. Leitast er við að hjálpa nemendum að öðlast skilning á tæknilegum hugtökum með fjölbreyttum og samþættum viðfangsefnum. Einnig er markmiðið að gera það aðgengilegra og auðveldara fyrir kennara að byrja og halda úti kennslu í gerð legóþjarka.

Hlutverk vefsins er að styðja við og varpa ljósi á vélræna högun, hönnun, byggingu og forritun legóþjarka sem kennarar geta nýtt sér við kennslu hjá nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Einnig að gera nemendum kleift að nálgast á aðgengilegan hátt fróðleik, skjákennslu og ábendingar um fjölbreytt verkefni sem þeir geta nýtt sér í námi.

Í köflunum Vél og kraftur og Tannhjól og gírar var stuðst við hugtök og texta annars vegar úr bókinni Kraftur og vísindi: almenn náttúruvísindi og hins vegar úr bókinni Hönnun og tækni. Umsjónarmaður vefsins er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. kennari í hönnun og smíði. Þess má geta að námsefni frá LEGO fæst hjá Krumma