Framhald

legokrakkar4Þegar fengist er við mat á verkefninu er mikilvægt að áforma eitthvað um framhaldið, spyrja hvað megi betur fara og hvað gaman væri að prófa. Þegar þráðurinn er svo tekinn upp næst má rifja upp það sem gert var síðast og byggja á því. Rýnivinnan sem í því felst að hópurinn fari yfir ferlið og kynni það með sýningu fyrir samnemendum og kennara, kveikir oft á hugmyndum sem aftur kalla oft á framhald. Framhaldið felur gjarnan í sér að bæta og breyta, gefa sköpunarþættinum enn lausari tauminn og hleypa leiknum meira að. Allt byggt á þeirri reynslu sem nemandinn fékk á fyrri stigum og því að hlusta á verkefnareynslu samnemenda. Framhaldið styður og bætir við þá þekkingu, leikni og hæfni sem fyrir er og því mikilvægt að gefa sér góðan tíma í það.