Hraðabreyting

3hradabreyting

Hraðabreyting í tannhjólakerfi fæst með því að setja saman tannhjól með mismargar tennur. Ef drifhjólið hefur til dæmis 20 tennur og knúna tannhjólið 40 hægir tannhjólakerfið á snúningnum. Fyrir hverja hverja tvo snúninga drifhjólsins snýst knúna tannhjólið einu sinni. Hlutfallið er því tveir á móti einum, 2:1. Samhliða hraðabreytingu verður breyting á krafti. Minni hraði – meiri kraftur. Meiri hraði – minni kraftur.

Setjið saman tannhjól með mismargar tennur og prófið svo að víxla þeim.

Ef verkefnið er ekki frjálst er stuðning að finna í setti 9630, verkefni 9 og svo í setti 9689, verkefni A6, D3 og D4.