Tannhjól

1drifhjol-small

Tannhjól eru líkt og trissukerfin notuð til að breyta hraða og stefnu hreyfingar. Tvö eða fleiri tannhjól sem grípa hvert annað nefnast gír. Ílagstannhjólið kallast drifhjól en frálagstannhjólið knúið tannhjól.

Byggið einfalt tannhjólakerfi sem notar tvö eða fleiri tannhjól.

Ef verkefnið er ekki frjálst er stuðning að finna í setti 9630, verkefni F, E, 9 og 10 og svo í setti 9689, verkefni A og D.