Stefnubreyting
Til eru margar gerðir og samsetningar tannhjólkerfa sem breyta stefnu snúnings. Tannhjól og tannstöng kallast tannstangardrif sem breytir snúningi í beinlínuhreyfingu. Snigill og snigiltannhjól breyta stefnu snúnings og það sama á við um keilutannhjól.
Byggið einfalda vél sem breytir stefnu snúnings.
Ef verkefnið er ekki frjálst er stuðning að finna í setti 9630, verkefni 7, 8 og F1 til F3 og svo í setti 9689, verkefni A5 til A7 og D5 til D7. –Einnig má benda á krókódílinn og fuglana tvo í WeDo-legósettinu.