Þjarki

Þjarkar eru orðnir hluti af okkar daglega lífi og líta sjaldnast út eins og við ímyndum okkur. Við eigum í samskiptum við þjarka mörgum sinnum á dag, yfirleitt án þess að leiða hugann að því. Dyr opnast og ljós kvikna sjálfkrafa, umferðarljós stýra straumi fólks og farartækja og reykskynjarinn er stöðugt á verði. Þetta eru allt dæmi um þjarka. Veruleikinn sem við búum við væri allt annar ef þjarka nyti ekki við. Þjarkar eru líka kallaðir róbótar og stundum vélmenni.