Hvað er þjarki?

Þjarki er settur saman af þremur þáttum. 1. Skrokk 2. Stýribúnaði og 3. Hegðun. Stýribúnaðinum má skipta í ílag, forrit og frálag. Ílag eða ílagstæki geta verið búnaður eins og lyklaborð, snertiskjár, rofar eða nemar. Frálag eða frálagstæki geta verið búnaður á borð við skjá, aflrænt kerfi eins og hreyfill eða loftþrýstikerfi, ljós og hljóð. Með tengibúnaði getur tölvan eða örgjörvinn sem keyrir forrit í þjarkanum, tengst ýmiss konar ílagi, það er tekið við boðum eða áreiti og svarað með ýmiss konar frálagi, einhverjum boðum eða virkni.