Vél og kraftur
Þjarki byggir á sjálfvirkni og hann má búa til úr einingum frá LEGO. Vélræn högun leikur stórt og mikilvægt hlutverk í samsetningu legóþjarka en þjarkinn notast ásamt fleiru við hreyfanlega hluti sem hannaðir eru til að vinna ákveðið verk, kalla á orku og eru hluti af aflrænu kerfi eða vél.
Vél er tæki sem auðveldar okkur að vinna tiltekið verk. Vél er í fræðilegum skilningi fyrirbæri sem breytir um stærð eða stefnu þess krafts sem notaður er við vinnu. Þegar talað er um vél í daglegu tali er átt við búnað sem vinnur eða aðstoðar við vinnu og settur er saman úr hreyfanlegum hlutum. Staðreyndin er samt sú að sumar vélar eru án nokkurra hreyfanlegra hluta.