Trissa
Til að búa til trissu er bandi (belti eða keðju) brugðið um skoruhjól. Trissa er einföld vél sem léttir mönnum vinnu og getur breytt um stefnu eða vinnu þess krafts sem beitt er við vinnuna.
Föst trissa getur breytt stefnu kraftsins. Hreyfanleg trissa getur margfaldað skilakraftinn. Talía er búnaður sem er settur saman úr fastri og hreyfanlegri trissu og getur því bæði breytt stefnu kraftsins og margfaldað skilakraftinn. Inntakskraftur er sá kraftur sem lagður er til vélar, það er hversu fast þarf að toga til að lyfta hlutnum. Skilakraftur er sá kraftur sem vélin skilar frá sér, það er krafturinn sem lyftir hlutnum á hinum enda á trissunnar.
Byggið fasta trissu, hreyfanlega trissu og svo talíu.
Ef verkefnið er ekki frjálst er stuðning að finna í setti 9689, 9630 og 1031.