Skáflötur

3hallandi kassi

Skáflötur er beinn en hallandi flötur. Skáflötur er í fræðilegum skilningi einföld vél sem léttir mönnum vinnu og er notaður til þess að lyfta hlutum. Því minni halli sem er á skáfletinum, því minni krafta þurfum við að nota til að koma hlutnum upp. Þegar hlutur er færður upp eftir skáfleti þarf að færa hann lengri vegalengd en ef honum er væri lyft beint upp. Ef hlutur er á niðurleið eykst hraðinn örar þegar hallinn er mikill.

Þið getið prófað að búa til skáflöt og reynt að sjá hraðaaukninguna á hlutnum á niðurleið eftir því sem hallinn er meiri.

Hugmynd að tímatöku er hægt að finna í setti 9700, verkefni 4.