Hjól og ás/öxull

4hjol oxul kassi

Hjól á ás eða öxli er vél sem er kringlóttur hlutur (hjól) sem snýst um annan minni (ás eða öxul) eða snýst með honum. Stundum leikur hjólið um öxulinn eða ásinn (framhjól á reiðhjóli) og stundum ekki, þá eru hjól og ás læst saman (afturhjól á reiðhjóli). Þá er það þannig að þegar ásnum eða öxlinum er snúið snýst hjólið með. Hjólið getur líka snúið ásnum (handfang á skrúfjárni) og þá verður átakið annað. Hjólið er stærri hluturinn og fer miklu lengri vegalengd en ásinn sem er minni en hjólið.

Byggið vél sem er með hjól og ás/öxli.

Ef verkefnið á ekki að vera frjálst er stuðning að finna í setti 9689, verkefni B og 9616, verkefni 1.